Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
 

VARNARHÓLF

Um varnarlínur og varnarhólf

Þegar útrýming mæðuveiki hófst á fimmta áratugnum voru settar upp varnargirðingar víða um land og hefur þeim verið haldið við.

Flutningur á sauðfé, geitum og nautgripum til lífs yfir varnarlínur er bannaður með lögum vegna hættu á smitsjúkdómum. Yfirdýralæknir getur gefið undanþágu til flutnings á hrútum inn á sæðingarstöðvar og á lömbum vegna fjárskipta og lambhrútum vegna kynbóta, einnig til flutnings á búfé vegna rannsókna.

Yfirdýralæknir getur leyft flutning nautgripa og geita yfir varnarlínur að loknu prófi. Sækja þarf skriflega um leyfi til slíkra flutninga með nokkrum fyrirvara, skv. ákvörðun yfirdýralæknis. Óheimill er flutningur án sérstaks leyfis á heyi, tækjum, torfi o.fl., sem getur borið með sér smitefni milli varnarhólfa.

Heilbrigðisástand búfjár er misgott í einstökum varnarhólfum og getur breyst fyrirvaralaust. Það er því alltaf tekin viss áhætta við flutning milli staða. Yfirdýralæknir getur því bannað flutning innan varnarhólfa,
þar á meðal getur hann bannað fjáreigendum á einstökum bæjum eða svæðum heimtöku á eigin fé úr réttum og heimtök frá öðrum bæjum á sama svæði. Þetta á þó einkum við það fé, sem lendir á flakki, þ.e. fer út fyrir hefðbundið samgangssvæði eða eiginlegan afrétt.

Fyrirspurnum skal beint til Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis nautgripa- og sauðfjársjúkdóma, Rannsóknadeild dýrasjúkdóma á Keldum. Sími: 567 4700. Netfang: sigsig@rhi.hi.is

Aðal- og aukavarnarlínur
Bannfé
Flutningur sláturgripa
Varnarhólf og litamerkingar

Kort af varnarlínum
Word skjal (3,1 MB)
Pdf skjal (235 KB)

Heiti, númer og umsjónarmenn varnarlína
Word skjal (29 KB)
Excel skjal (28 KB)

Heiti, númer og umsjónarmenn varnarlína (heiti varnarlína í stafrófsröð) Pdf skjal (45 KB)
Heiti, númer og umsjónarmenn varnarlína (eftir númerum varnarlína) Pdf skjal (45 KB)

Flutningur á sláturgripum - hreinsun flutningstækja, hlífðarfatnaðar og skófatnaðar vegna smithættu

Embættið
Fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160