Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
 

SPURT & SVARAÐ

Inn- og útflutningur matvæla og dýra

Af hverju eru allar þessar reglur, boð og bönn um innflutning?
Má ég hafa kjöt með til Íslands?
Má ég hafa osta með til Íslands?
Má flytja lifandi dýr til Íslands?
Má tollgæslan taka kjöt og osta af mér?
Hvaðan kemur innflutt nautakjöt til Íslands?
Hvaðan og hvaða kjöt er flutt inn til Íslands?
Þarf vottorð með íslensku kjöti til útlanda?
Hvað má hafa mikið af íslenskum matvælum meðferðis til útlanda?


Af hverju eru allar þessar reglur, boð og bönn um innflutning?
Tíðar utanlandsferðir Íslendinga, stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og faraldrar stórhættulegra smitsjúkdóma s.s. gin- og kaufaveiki og svínapest á undanförnum árum, valda því að setja verður reglur um þá sem koma til landsins erlendis frá og koma til með að hafa snertingu við íslenskan landbúnað.
Efst á síðu

Má ég hafa kjöt með til Íslands?
Óheimilt er með öllu að flytja hrátt kjöt til Íslands.
Soðið kjöt, allt að 3 kíló, má hafa meðferðis. Sanna þarf að kjötið sé soðið. Sönnunarbyrðin er hjá þér. Það verður á standa skýrt á umbúðum að varan sé soðin, að öðrum kosti er hún álitin ólögleg, verður gerð upptæk af tollgæslu og eytt.

Óyggjandi merking um suðu getur verið "semicooked", "cooked", "fully cooked" þegar um kjötvörur er að ræða. Niðursoðið kjöt telst vera soðið og er því löglegt. Ekki er nægjanlegt að vara sé t.d. söltuð eða reykt.
Efst á síðu

Má ég hafa osta með til Íslands?
Já allt að 3 kíló, ef þeir eru sannanlega gerilsneyddir.
Sönnunarbyrðin er hjá þér. Það verður á standa skýrt á umbúðum að osturinn sé unninn úr gerilsneyddri mjólk, að öðrum kosti er hann talinn ólöglegur, verður gerður upptækur af tollgæslu og eytt.
Efst á síðu

Má flytja lifandi dýr til Íslands?
Óheimilt er með öllu að flytja með sér lifandi dýr til Íslands. Landbúnaðarráðherra er þó heimilt, að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, að veita undanþágu frá þessum ákvæðum, enda sé stranglega fylgt þeim fyrirmælum sem um slíkan innflutning eru sett.

Upplýsingar um innflutning gæludýra er að finna á vef landbúnaðarráðuneytisins. Panta þarf pláss í einangrunarstöðinni í Hrísey með góðum fyrirvara og uppfylla skilyrði um bólusetningar og heilbrigðisskoðun svo eitthvað sé nefnt.
Efst á síðu

Má tollgæslan taka kjöt og osta af mér?
Komi ekki fram með óyggjandi hætti á umbúðum vörunnar að hún sé soðin eða gerilsneydd, sé um mjólkurafurðir að ræða, skal Tollgæslan skv. fyrirmælum yfirdýralæknis, gera vöruna upptæka og eyða henni. Frá þessu eru ekki neinar undantekningar né undanþágur veittar!
Efst á síðu

Hvaðan kemur innflutt nautakjöt til Íslands?
Á árinu 2001 voru flutt inn tæp 3500 kg frá Finnlandi og Nýja Sjálandi.
Efst á síðu

Hvaðan og hvaða kjöt er flutt inn til Íslands?
Kalkúnar frá Danmörku (hráir) og Svíþjóð (hráir)
Kjúklingar frá Danmörku (hráir) og Svíþjóð (soðnir)
Endur (hráar) frá Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi.
Hreindýrakjöt (hrátt) frá Grænlandi og Finnlandi.
Svínakjöt (soðið) frá Danmörku.
Beikon (soðið) frá Þýskalandi.
Efst á síðu

Þarf vottorð með íslensku kjöti til útlanda?
Já. Embætti yfirdýralæknis hefur útbúið límmiða sem setja þarf á hverja einstaka einingu, þ.e.a.s. hvert stykki sem tekið er með sér af kjöti og laxi. Sé um stærri sendingar að ræða, eða mörg stykki, eru gefin út sérstök vottorð af embættinu.
Efst á síðu

Hvað má hafa mikið af íslenskum matvælum meðferðis til útlanda?
Athuga ber að samkvæmt reglum ESB má hver ferðamaður einungis hafa með sér 1 (eitt!) kíló af kjöti, en til Bandaríkjanna mega íslenskir ferðamenn koma með allt að 25 kíló af matvælum.

Mjög mikilvægt er að gæta þess að vörur sem teknar eru með séu greinilega merktar þannig að greinilega komi fram að þær séu úr verslun og í opinberri sölu hér innanlands.
Embætti yfirdýralæknis tekur ekki ábyrgð á því ef ferðamenn taka með sér meira magn en heimilt er í viðkomandi landi þó vottorð fylgi frá embættinu. Magn umfram leyfileg mörk er á ábyrgð eiganda.
Efst á síðu

Embættið
Fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160