Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
  SPURT & SVARAÐ

Dýrasjúkdómar

Er Ísland eitthvað sérstakt varðandi sjúkdómavarnir?
Hvað er A-sjúkdómur?
Hvað er B-sjúkdómur?
Hvaða sjúkdómum erum við að verjast?
Hvað er gin- og klaufaveiki?
Hvað er svínapest?

Er Ísland eitthvað sérstakt varðandi sjúkdómavarnir?
Staða Íslands með tilliti til dýrasjúkdóma er einstæð í heiminum og hana ber að varðveita með öllum tiltækum ráðum. Íslenskur landbúnaður á allt undir því að það takist að halda íslenskum búfénaði jafn heilbrigðum í framtíðinni eins og hann er í dag. Íslenskir neytendur eiga skýlausa kröfu á því að ávallt verði gætt ítrustu varúðarreglna við innflutning og öryggi íslenskra matvæla og dýra sé gætt og að neytandinn njóti ávallt vafans.
efst á síðu

Hvað er A-sjúkdómur?
Dýrasjúkdómar eru flokkaðir í A-, B- og C-sjúkdóma eftir því hve alvarlegir þeir eru og hvaða aðgerða skal gripið til komi upp grunur um smitsjúkdóm í dýrum. A-sjúkdómur er bráðsmitandi smitsjúkdómur í dýrum sem getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir heilar þjóðir og jafnvel heimsálfur. Komi A-sjúkdómur upp er alltaf beitt niðurskurði og bætur koma fyrir. Dæmi um A-sjúkdóma eru gin- og klaufaveiki, svínapest, blöðruþrot í svínum, svínakólera. Alls eru 15 sjúkdómar í þessum flokki. Ekki hefur fundist A- sjúkdómur hér á landi síðan 1954 (blöðruþrot í svínum).
efst á síðu

Nánari upplýsingar um A- B- og C-sjúkdóma
Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar

Hvað er B-sjúkdómur?
Dýrasjúkdómar eru flokkaðir í A-, B- og C-sjúkdóma eftir því hve alvarlegir þeir eru og hvaða aðgerða skal gripið til komi upp grunur um smitsjúkdóm í dýrum. Dæmi um B-sjúkdóma eru kúariða, sauðfjárriða og garnaveiki. Skv. flokkun OIE eru alls 83 sjúkdómar í þessum flokki.
Á Íslandi finnast einungis 2 B-sjúkdómar; riða í sauðfé og garnaveiki í sauðfé og nautgripum.
efst á síðu

Nánari upplýsingar um A- B- og C-sjúkdóma
Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar

Hvaða sjúkdómum erum við að verjast?
Öllum A-og B-sjúkdómum, auk þess sjúkdómaum sem eru hættulegir bæði dýrum og mönnum s.s. salmonella, campylobacter og E. coli, sem kosta nágrannalönd okkar milljarða ár hvert.
efst á síðu

Hvað er gin- og klaufaveiki?
Gin- og klaufaveiki er veirusjúkdómur sem leggst á klaufdýr þ.e. nautgripi, sauðfé, geitur og svín. Veikin er bráðsmitandi og veldur gríðarlegu efnahagstjóni. Öllum dýrum sem smitast og öðrum sem eru í áhættuhópum á viðkomandi bæjum er lógað.

Sjúkdómurinn berst hratt milli dýra með snertingu, með hráu kjöti, jafnvel frystu og jafnvel umbúðum og með vindi yfir styttri vegalengdir. Í nautgripum lýsir hann sér með háum hita, minni átlyst og nyt. Eftir nokkra daga koma blöðrur í munn og á spena, við klaufhvarf og á milli klaufa og mikil slefa rennur úr munni dýranna. Í svínum eru einkenni svipuð en vægari en áberandi er helti vegna blöðrumyndunar við klaufhvarf og milli klaufa. Í sauðfé lýsir sjúkdómurinn sér nær eingöngu í helti. Það gerir að verkum að oft líður langur tími þar til sjúkdómurinn greinist í sauðfé.
efst á síðu

Hvað er svínapest?
Svínapest (classical swine fever) er bráðsmitandi veirusjúkdómur fyrst og fremst í svínum. Vanhöld geta verið mikil. Sjúkdómnum veldur veira úr fjölskyldunni Togaviridae; ætt: Pestivirus. Einungis svín (þar með talin villisvín) sýkjast af veirunni. Aðrar dýrategundir eru ekki næmar fyrir veirunni, það sama á við fólk. Svínapest getur birst í mismunandi myndum (bráður, langvinnur eða vægur sjúkdómur) með misalvarlegum einkennum. Einkenni bráðrar svínapestar eru fyrst og fremst sótthiti, sinnuleysi, lystarleysi og jafnvel krampar. Í byrjun má stundum sjá hægðatregðu en uppköst og niðurgangur eru algengari á seinni stigum sjúkdómsins. Á eyrum, trýni, útlimum og kviði er algengt að sjá rauða eða fjólubláa bletti sem koma fram vegna blæðinga undir húð.Veiran smitast við snertingu á milli grísa, við fóðrun með sýktum matarleifum eða með tækjum, tólum, fatnaði eða álíka sem hafa komist í snertingu við hana. Veiran er mjög vel varin í prótínríku umhverfi, getur lifað í marga mánuði í kældu kjöti og mörg ár í frystu kjöti.

Nánari upplýsingar um svínapest Word skjal (23 KB) - Pdf skjal (85 KB)

efst á síðu

 

Embættið
Fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160