Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
 

HEILBRIGÐI DÝRA

Dýralæknar skulu standa vörð um heilsu dýra í landinu. Einn þáttur í því starfi er að tilkynna og skrá smitsjúkdóma sem koma upp. Í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim eru listar yfir tilkynningar- og skráningarskylda dýrasjúkdóma eða svokallaða A, B og C sjúkdóma. Þessi flokkun byggir að hluta til á flokkun alþjóðadýraheilbrigðismálastofnunarinnar (OIE) yfir dýrasjúkdóma þar sem sjúkdómarnir eru flokkaðir eftir því hve alvarlegir þeir eru og hvaða aðgerða skal gripið til komi upp grunur um smitsjúkdóm í dýrum.

Tilkynningar- og skráningarskyldir dýrasjúkdómar


Embætti yfirdýralæknis hefur útbúið viðbragðsáætlanir vegna alvarlegra bráðra smitsjúkdóma hjá öllum búfjártegundum. Þessar viðbraðgsáætlanir eru í stöðugri endurskoðun. Viðbragðskerfi yfirdýralæknis við smitsjúkdómum byggist á því að skilgreind séu viðbrögð þegar grunur vaknar um slíkan sjúkdóm. Grunsemdir um smitsjúkdóm geta borist yfirdýralækni frá héraðsdýralækni eða sjálfstætt starfandi dýralækni, hafi sá ekki náð sambandi við héraðsdýralækni í viðkomandi umdæmi. Viðvörun yfirdýralæknis felst í að koma boðum um hættuástand til dýralækna héraðsins, allra héraðsdýralækna, opinberra stofnana og hagsmunaaðila innan héraðsins skv. skilgreindu viðvörunarkerfi og stýra þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að koma í veg fyrir útbreiðslu smits.

 

 


Embættið
Fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160