Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
 

7. júní 2002
Salmonella greinist ekki í svínakjöti

Hollustuvernd og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga könnuðu örveruástand svínakjöts í mars, apríl og maí 2002. Alls 74 sýni frá 13 framleiðendum og 32 sölustöðum víða um land voru rannsökuð með tilliti til salmonellu og saurkólígerla. Salmonella greindist ekki í neinu sýnanna og saurkólígerlar voru undir viðmiðunarmörkum og voru sýnin því undantekningarlaust söluhæf.

Þykir þetta benda til að aðgerðir embættis yfirdýralæknis hafi borið tilskildan árangur og hindrað að salmonellamengað svínakjöt berist á markað.

Skýrsluna um eftirlitsverkefni Hollustuverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga er að finna á vef Hollustuverndar.

Í ársskýrslu sinni greinir dýralæknir svínasjúkdóma frá eftirliti með salmonellusýkingum og aðgerðum vegna þeirra. Skýrsla dýralæknis svínasjúkdóma - útdráttur úr ársskýrslu

 

Embættið
Fréttir og fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160