Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
  13. júní 2002

Ný innflutningsreglugerð

7. júní sl. tók gildi reglugerð nr. 416/2002 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar berist til landsins og um takmörkun á innflutningi afurða dýra, sem fengið hafa vaxtaraukandi efni, nr. 479/1995 og breyting á henni með reglugerð nr. 784/2000.

Eftirtaldar auglýsingar eru einnig felldar úr gildi:

Auglýsing nr. 140/1982 um innflutning á blönduðu kjarnfóðri
Auglýsing nr. 117/1990 um varúðarráðstafanir vegna innflutnings á rotmassa til svepparæktar
Auglýsing nr. 226/1990 um innflutning notaðra reiðtygja og reiðfatnaðar
Auglýsing nr. 483/1995 vegna innflutnings á landbúnaðarvörum
Auglýsing nr. 262/1996 um breyting á auglýsingu nr. 483/1995
Auglýsing nr. 324/1999 um innflutning á sláturafurðum sem ekki hafa fengið hitameðferð

Mikilvægt er að matvælainnflytjendur kynni sér reglugerðina vel og þær breytingar sem gerðar voru, t.d. sem varða kröfur um vottorð fyrir annars vegar hráar eða ósótthreinsaðar vörur og hins vegar vörur sem hlotið hafa hitameðferð.

Vottorð fyrir tollafgreiðslu - hrá vara
Vottorð fyrir tollafgreiðslu - soðin vara

 

Embættið
Fréttir og fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160