Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
 

5. maí 2002

Kúariða smitast ekki með fósturvísum.

Nýlega birtist grein um þetta efni í hinu þekkta tímariti Bresku dýralæknasamtakanna (Wrathhall et al., Veterinary Record, 2002, 150 pages 365 378). Greinin fjallar um umfangsmiklar tilraunir og rannsóknir sem staðið hafa yfir í Bretlandi síðan 1990, þar sem framleiddir voru fósturvísar, þar sem foreldrarnir voru BSE eða Kúariðu smitaðir nautgripir. Fósturvísunum var síðan komið fyrir í 347 kvígum, sem voru sérstaklega fluttar inn frá Nýja Sjálandi. Það land er viðurkennt sem laust við BSE og kindariðu og alla aðra skylda sjúkdóma. Síðan var fylgst með afkvæmunum og kvígunum í næstu 7 ár. Meðal meðgöngutími fyrir BSE er almennt talinn vera um 5 ár.

Niðurstaða rannsóknanna leiddi í ljós að ekkert einasta dýr reyndist með BSE, hvorki afkvæmi fósturvísanna eða nýsjálensku kýrnar. Greinarhöfundar draga því þá ályktun að séu öllum reglum fylgt varðandi töku og myndun fósturvísanna, þá sé það afar ólíklegt að BSE smitefnið getið borist með fósturvísum, jafnvel þegar egg og sæði er tekið úr dýrum sem eru langt leiddar af BSE sjúkdóminum.

Alþjóða samtökin IETS sem gefa út reglur um fósturvísaflutninga hafa því að fengnum þessum niðurstöðum, ákveðið að mæla með því við dýralæknayfirvöld að taka tillit til þeirra og fjarlægja allar hindranir sem kunna að hafa verið settar upp vegna þessa sjúkdóms og hættu á að hann gæti borist með fósturvísum.

Þeir sem vilja kynna sér málið betur geta aflað sér ofangreindrar greinar úr Veterinary Record, nánari upplýsingar má einnig fá á heimasíðu Alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni

Embættið
Fréttir og fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160