Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
 

28. júní 2002

FRÉTTATILKYNNING
vegna salmonellusýkinga í búfé í Skagafirði

Embætti yfirdýralæknis hefur að undanförnu rannsakað útbreiðslu á salmonellusmiti sem greindist í sauðfé á einum bæ í Skagafirði.
Niðurstöður sem nú liggja fyrir benda til þess að enn leynist smit á bænum og að það sé afmarkað við skepnur, sem hafa drukkið úr vatni sem reyndist mengað.

Niðurstöður benda enn fremur til að tekist hafi með förgun þess fjár sem var í beitarhólfinu að minnka smitmagn í umhverfinu þar sem sýni sem tekin voru í skurði, sem áður var mengaður, eru nú hrein.

Staðfest er að hross á næsta bæ, sem í varúðarskyni var bannað að færu frá bænum, eru ekki smituð með salmonellu. Af þeim sökum hefur embættið lagt til við landbúnaðarráðuneyti að banninu á þeim bæ sé aflétt.

Sýni sem tekin voru á öðrum bæ í næsta nágrenni og hefur verið undir grun reyndust menguð með salmonellu samkvæmt niðurstöðu frá í dag. Tegundagreining liggur ekki fyrir en líklegt má telja að um sömu sýkingu sé að ræða. Af þessum sökum hefur embættið lagt til við landbúnaðarráðuneyti að sett verði formlegt bann við flutningi dýra að og frá bænum þar til nánari niðurstöður liggja fyrir um útbreiðslu smitsins.

Niðurstöður þær sem komnar eru benda til að smitið sé einangrað við þessa tvo bæi og hefur ekki borið á veikindum í skepnum á svæðinu frá því fénu var fargað um síðustu helgi.

Frekari niðurstaðna úr sýnum er að vænta á næstu dögum og munu aðgerðir embættisins taka mið af þeim.

Embættið bendir á að brýnt er að bændur og dýraeigendur tilkynni um afföll og óeðlilega sjúkdóma í dýrum um leið og þeirra verður vart.
Ljóst virðist að smit hefur ekki dreifst frá þeim bæ sem fyrst tilkynnti um óeðlileg dauðsföll og má þakka það skjótum viðbrögðum ábúenda og annarra sem komu að málinu á frumstigum þess.

Nánari upplýsingar gefur Ólafur Valsson, héraðsdýralæknir Skagafjarða- og Eyjafjarðarumdæmis í síma 860 4411

Sigurður Örn Hansson
aðstoðaryfirdýralæknir

Embættið
Fréttir og fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160