Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
 

21. mars 2003

Orðsending til bænda, búnaðarsambanda og dýralækna vegna flutnings á líffé milli varnarhólfa haustið 2003

Bændur, sem vilja kaupa líflömb vegna fjárskipta á komandi hausti þurfa að senda skriflega pöntun með milligöngu viðkomandi búnaðarsambands fyrir 1. ágúst 2003. Þeir einir koma til greina, sem lokið hafa fullnaðarsótthreinsun og frágangi húsa, umhverfis og annars sem sótthreinsa átti. Skal tekið fram í umsókninni hver vottaði sótthreinsun og hvenær.

Sami frestur gildir fyrir þá sem búa á riðusvæðum, og óska þess að fá keypt hrútlömb til kynbóta eða vegna vandkvæða á að nota sæðingar. Þeir skulu fá umsögn héraðsdýralæknis um þær ástæður og senda pöntun sína til viðkomandi búnaðarsambands sem gefur allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar um líflambasvæði.

Allt fé á viðkomandi bæjum skal vera merkt með löggiltum merkjum og skal tekið fram í umsókninni að svo sé.

Að gefnu tilefni er áréttað, að skv. lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, er flutningur á sauðfé og geitum milli varnarhólfa (yfir varnarlínur) stranglega bannaður án leyfis yfirdýralæknis. Ennfremur er með öllu óheimilt án leyfis viðkomandi héraðsdýralæknis að versla með kindur (unglömb sem eldra fé) eða flytja fé til lífs á milli bæja með öðru móti.

Héraðsdýralæknar gefa nánari upplýsingar um heilbrigðisástand í umdæmum sínum.

Umsóknum verður svarað fyrir ágústlok. Leyfi ræðst af heilsufari fjár á sölusvæðinu, þegar kemur að flutningi hverju sinni.

Embætti yfirdýralæknis
Sölvhólsgötu 7
150 Reykjavík
Sími 545 9750

 

Embættið
Fréttir og fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160