Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
 

18. nóvember 2002

Áríðandi tilkynning til hrossaræktenda og útflytjenda hrossa

Bandarísk yfirvöld hafa nú sett fram þá kröfu að vottað sé að hross sem flytja á frá Íslandi til Bandaríkjanna séu ekki lúsug á útflutningshöfn. Þetta þýðir að héraðsdýralækni er skylt að stoppa útflutning til Bandaríkjanna ef hann sér lús eða greinileg einkenni lúsasmits (skáldun) á hrossunum.

Allir þeir sem ætla að flytja hross til Bandaríkjanna eru beðnir að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum eða meðhöndlun gegn lús með góðum fyrirvara fyrir útflutning. Dýralæknar munu fúslega veita ráðgjöf og aðstoð í því sambandi.

Sjá lög og reglur um útflutning hrossa.

 

 

 

 

Embættið
Fréttir og fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160