Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
  11. september 2002

Salmonella í Skagafirði - neikvæð sýni - flutningsbanni aflétt

Ekki hefur orðið vart neinna veikinda að undanförnu í búfé í Skagafirði á bæjum þar sem salmonella hefur greinst nú í sumar. Seint í ágúst og snemma í september voru tekin saursýni og mjólkursýni úr kúm á bænum Ási I. Salmonella fannst ekki í neinu þessara sýna.

Að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins og mjólkurbú Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki hefur embætti yfirdýralæknis lagt til að aflétt verði banni við flutningi mjólkur frá býlinu í mjólkurbú að viðhöfðum ákveðnum varúðarráðstöfunum til að fyrirbyggja hugsanlega smitdreifingu. Landbúnaðarráðuneytið hefur í dag aflétt flutningsbanni á mjólk frá býlinu.

 

Skyldar fréttir um salmonella er að finna hér

 

 

 

Embættið
Fréttir og fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160