Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
  Flutningur á sláturgripum - hreinsun flutningstækja, hlífðarfatnaðar og skófatnaðar vegna smithættu

Skipulag flutninga

1. Þar sem þess er kostur skal ekki nota sama flutningstæki í misjafnlega sýktum varnarhólfum.
2. Skipuleggja skal flutning sláturdýra fyrir sláturtíð og dag frá degi í samráði við héraðsdýralækni þannig að ekki sé farið hugsunarlaust á milli misjafnlega mikið sýktra svæða sama dag.
3. Fara skal fyrst til ósýktra svæða en síðar til meira sýktra svæða.
4. Taka skal sláturdýr síðast á degi frá sýktum bæjum í hverri sveit.
5. Gripir skulu afhentir til flutnings við dyr peningshúss eða réttar. Bílstjórar og ástöðumenn fari ekki ofan í réttir eða í gripahús og gripaeigendur fari ekki inn í flutningsrýmið. Ef sérstök þörf er á þessu skal nota hlífðarskó. Sýktustu staðir hvers héraðs eru: úrgangshaugar sláturhúsa, sláturfjárréttir og óhreinsaðir pallar sláturflutningabílanna.
6. Flytjið ekki lífgripi á sláturflutningabílum.

Aðstaða til hreinsunar

1. Fyrir hvert sláturhús skal vera aðstaða til að þvo og sótthreinsa flutningstæki sem notuð eru við flutning sláturgripa.
2. Í slíkri aðstöðu felst háþrýstidæla með útbúnaði til blöndunar á sótthreinsiefni í þvottavatn, rennandi vatn, rafmagn, lýsing og sérstakt plan.
3. Fá skal héraðsdýralækni til að meta hvort aðstaða er fullnægjandi og hvort smithætta sé á staðnum.

Hreinsun flutningatækja

1. Eftir hverja ferð skal sópa lausum óhreinindum af palli, einkum frá hlerum eða dyrum. Einnig sópa og helst skola mjög vandlega af meðfylgjandi tröppum eða landgangi, sem gripirnir ganga á og af, svo ekki hrynji af flutningstækinu á bæjunum.
2. Þvo skal og sótthreinsa pall, grindur og landgang:
a. Reglulega, að minnsta kosti einu sinni í viku.
b. Áður en sláturgripir af minna sýktum svæðum eru sóttir.
c. Eftir að fluttir hafa verið línubrjótar og veikt búfé eða grunsamlegt.
3. Grindur á flutningstækjum, sem fénaður kemst í snertingu við og annað sem skepnurnar ná til skal vera lakkað eða úr efni sem auðvelt er að hreinsa (t.d. vatnsvarinn krossviður) svo að þvottur og sótthreinsun bíla verði auðveldari og öruggari. Rimla í gólfgrindum skal einnig vatnsverja.

Skófatnaður - hlífðarföt

1. Það er auðvelt að bera smitefni heim í eigin gripi og annarra neðan í skósólunum, á óhreinum vinnufötum og óhreinum höndum. Í hættu eru: allir sem vinna óhreinleg störf í sláturhúsinu, ekki síst starfsfólk í rétt og fjáreigendur sem koma í rétt, flutningabílstjórar og ástöðumenn. Bílstjórar, hreinsið ekki bílana heima hjá ykkur!
2. Nota skal sérstakan hlífðarfatnað við öll stöf í sláturhúsinu og við sláturgripaflutninga. Farið ekki í þessum fatnaði að fást við fénað utan hússins. Þvoið hendur.
3. FJÁREIGENDUR! Hreinsið undan skósólum eða notið hlífðarskó í réttina.

 

Þessi síða sem word skjal

 

Embættið
Fréttir og fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160