Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
 

7. janúar 2003

Auglýsing nr. 3/2003 um lok banns við innflutningi frá Danmörku vegna Newcastle-veiki.

1. gr.
Með vísan til þess að nú liggja fyrir upplýsingar frá dönskum dýrasjúkdómayfirvöldum um upprætingu á Newcastle Disease, er fellt úr gildi bann landbúnaðarráðuneytisins á innflutningi frá Danmörku á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá Danmörku, sem sett var með auglýsingu nr. 863/2002.

2. gr.
Brot gegn auglýsingu þessari varða viðurlögum samkvæmt 30. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

3. gr.
Auglýsing þessi er sett með vísun í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum. Auglýsing þessi öðlast þegar gildi. Samhliða birtingu hennar fellur úr gildi auglýsing nr. 863/2002.


Landbúnaðarráðuneytinu, 3. janúar 2003.

F.h.r.


Ólafur Friðriksson.
Atli Már Ingólfsson.

 

 

Embættið
Fréttir og fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

 

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160