Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
 

6. september 2002

Fréttatilkynning frá embætti yfirdýralæknis til fjáreigenda á fjárkláðasvæðunum frá Hrútafirði að Hólabyrðu

Í vetur verður endurtekin aðgerð gegn fjárkláða á svæðinu frá Miðfjarðargirðingum að Blöndu og á einstökum bæjum utan þeirra marka á sama hátt og á sama tíma og síðastliðinn vetur. Stefnt er að því að uppræta fjárkláða úr landinu. Því má hvergi gefa eftir og alger samstaða verður að ríkja.

1. Allir gangnakofar þar sem fé hefur verið hýst verða úðaðir með PERMASECT mauralyfi.

2. Handsamaðar verða og einangraðar svo fljótt sem verða má allar útigengnar kindur sem ekki fengu kláðasprautu sl. vetur og eins allar kindur sem vekja grun um kláða.

3. Kalla skal á dýralækni sem gefur leiðbeiningar, tekur sýni og sprautar kindurnar tvisvar sinnum með 7-10 daga millibili.

4. Fjáreigendur í Steingrímsfjarðarhólfi á Vestfjörðum og á öðrum svæðum þar sem kláði gæti leynst láti strax vita um grunsamlegar kindur.

 

Embættið
Fréttir og fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160