Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
  Kynningarfundur um einstaklingsmerkingar í búfjárrækt

4. febrúar sl. var haldinn sérstakur kynningarfundur fyrir ráðunauta og dýralækna á Hótel Sögu. Að fundinum stóðu Bændasamtök Íslands og embætti yfirdýralæknis auk landbúnaðarráðuneytisins. Markmið fundarins var að kynna þær miklu breytingar sem felast í reglugerð nr. 427/2002 um merkingar búfjár.

Raktar voru helstu ástæður þess að þörf er á einstaklingsmerkingum búfjár, framkvæmd, ávinningur og kostnaður, og kynnt það kerfi sem Danir nota í nautgriparækt. Auk þess var kynnt samræmd sjúkdóma- og lyfjaskráning; hvað skal skrá, hvers vegna, hver skráir hvað, hvernig og hvenær. Alþjóðlegar skuldbindingar Íslands voru kynntar og útflutningshagsmunir reifaðir. Í lok fundarins fóru síðan fram líflegar umræður og allnokkrar fyrirspurnir voru bornar fyrir framsögumenn

Hér er að finna erindin sem flutt voru (pps-skjöl um 150 kB)

 

 

Embættið
Fréttir og fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160