Skjaldarmerkið Embætti yfirdýralæknis - fyrirsögn Merki embættis yfirdýralæknis
Fara á forsíðu Netföng Viðbragðsáætlanir Starfsmannabrunnur
 

3. janúar 2003

Fréttatilkynning um viðbragðsáætlanir yfirdýralæknis

Haustið 1998 skipaði yfirdýralæknir starfshóp til að vinna að gerð viðbragðsáætlana vegna tilkynningarskyldra dýrasjúkdóma. Viðbragðsáætlanirnar, sem eru í stöðugri þróun, byggjast á því að skilgreind séu viðbrögð almennings, dýralækna og yfirvalda þegar grunur vaknar um slíkan sjúkdóm.

Samhliða gerð viðbragðsáætlana samdi starfshópurinn drög að reglugerð nr. 665/2001 um viðbrögð við smitsjúkdómum og eru viðbragðsáætlanirnar gefnar út samkvæmt 6. grein þeirrar reglugerðar. Einnig gerði hópurinn tillögu um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og var hún samþykkt með lögum nr. 31/2001. Lagabreytingin fólst einkum í breytingum á sjúkdómalistum þar sem fram kemur hvaða dýrasjúkdómar eru tilkynningar- og skráningarskyldir.

Á vef embættis yfirdýralæknis, hafa viðbragðsáætlanirnar nú verið gerðar aðgengilegar, en þar er að finna upplýsingar um boðleiðir og rétt viðbrögð, vakni grunur um að dýr sé haldið tilkynningarskyldum sjúkdómi. Þar er að finna lista yfir dýralækna á Íslandi og þar geta dýralæknar nálgast nauðsynleg eyðublöð. Sem fyrr segir eru áætlanir þessar í stöðugri þróun og vinnan við þær mun halda áfram innan embættisins.

 

 

Embættið
Fréttir og fróðleikur
Matvælaöryggi
Heilbrigði dýra
Dýravernd
Dýralyf
Inn- og útflutningur
Varnarhólf
Lög og reglur
Erlend samskipti
Tenglar
Spurningar og svör
English version

 

 

 

 

 

 

Embætti yfirdýralæknis  Sölvhólsgötu 7  150 Reykjavík   sími 560 9750  símbréf 552 1160